Fjölskylduguðsþjónusta í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 25. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Sr. Gísli Jónasson og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni sjá um stundina.  Bjarni Jónatansson leikur á orgel og píanó.  Mikill söngur einkennir fjölskylduguðsþjónusturnar og leitin að fjársjóðskistunni tekur óvænta stefnu.  Biblíusaga er sögð  með myndum og í lokin er boðið upp á djúshressingu og kex í safnaðarheimilinu.