Dagar, stundir og ár – Um helgidaga og hátíðir

Fræðslukvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar

Miðvikudagskvöldið 28. nóvember 2012 kl. 18-21

Kennari: Dr. Einar Sigurbjörnsson

Námskeiðslýsing: Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður til fræðslukvölds um helgidaga og hátíðir. Dr. Einar Sigurbjörnsson kennir um efnið, en nýlega var rit hans Embættisgjörð endurútgefið. Við sækjum kirkju á helgum dögum og hátíðum og gerum okkur dagamun heima, en hvaðan eru hefðir okkar sprottnar? Um þetta fjallar dr. Einar á námskeiðinu sem verður haldið í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar nú í lok kirkjuársins, miðvikudagskvöldið 28. nóvember 2012 kl. 18-21. Þátttaka er án endurgjalds og boðið er upp á léttar veitingar í hléi. Vinsamlegast skráið ykkur í netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 528 4000.