Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur

Konur eru konum bestar

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur verður haldið í Lindakirkju miðvikudagana 14. og 21. nóvember frá kl. 19-22

Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.

Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar síðustu 20 árin. Það hefur verið haldið víðsvegar um landið og margar konur lýst ánægju sinni með það.

Námskeiðið er opið öllum konum 18 ára og eldri og kostar 3000 krónur.

Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á netfangið: lindakirkja@lindakirkja.is eða í gegnum síma Lindakirkju: 544-4477