Þau voru ljós á leiðum okkar – tónlistardagkrá í Fossvogskirkju 4.nóvember

Fyrsta sunnudag í nóvember er allra heilagra messa haldin hátíðleg.  Þá er látinna víða minnst við messur í kirkjunum með ýmsum hætti. Síðari ár hefur sá siður fest sig í sessi hérlendis að vitja leiða ástvina sinna á allra heilagra messu.  Prófastsdæmin í Reykjavík og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmanna hafa um árabil staðið fyrir tónlistardagskrá í Fossvogskirkju þann dag undir yfirskriftinni: “Þau voru ljós á leiðum okkar” Dagskráin verður næsta sunnudag 4. nóvember og stendur yfir frá kl. 14-16.Fram koma Matthías Stefánsson, Jónas Þórir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Félagar úr Fílharmóníu undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar .  Hugvekjur á milli tónlistaratriða flytja fulltrúi   Nýrrar dögunar, sr. Guðrún Karls Helgudóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að eigin vild, tendra á kerti og hlýða á tónlist.
Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar  eru til sölu við Fossvogskirkju.
Kópavogskirkjugarður, Hólavallagarður og Gufuneskirkjugarður eru opnir að venju.