Bæn og biblíuleg íhugun

Miðvikudaginn 10. október verður haldið námskeið um bæn og biblíulega íhugun í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Fjallað verður um fornar og nýjar aðferðir við að tengja saman bæn og lestur Biblíunnar. Sérstök áhersla verður lögð á aðferð sem nefnist Lectio Divina og felur í sér innlifun í ákveðnar biblíufrásagnir. Fá þátttakendur bæklinginn Skóli Orðsins í hendur. Kennari á námskeiðinu er María Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 18 til kl. 20 og er boðið upp á hressingu í hléi. Ekkert þátttökugjald er en mikilvægt að skrá sig á netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 528 4000.