Haustmessa Eldriborgararáðs

Haustmessa Eldriborgararáðs verður haldin í samvinnu við Hjalla- og Digranessöfnuði í Digraneskirkju sunnudaginn 22. september kl. 11:00.

Séra karen Lind Ólafsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna.

Organisti: Lára Bryndís Eggertsdóttir
Einsöngvari: Anna Sigríður Helgadóttir

Eftir messuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti.

Messan er samstarfsverkefni Eldriborgararáðs, Hjallakirkju og Digraneskirkju