Auglýsing

Auglýst er laust til umsóknar starf ritara hjá Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Starfið er metið sem rúmlega 50% af fullu starfi og launakjör eru skv. kjarasamningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur.

Ritari hefur umsjón með skrifstofu prófastsdæmisins. Starfið er m.a. fólgið í vinnu við bókhald og meðferð fjármuna, skjalavörslu, skýrslugerð, skipulagningu funda, umsjón með heimasíðu, bréfaskriftir, símsvörun og ýmis konar þjónustu við prófast, aðra starfsmenn prófastsdæmisins og söfnuði þess.

Leitað er að einstaklingi með góða bókhalds- og tölvuþekkingu, sem unnið getur sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Góð hæfni í mannlegum samskiptum áskilin og kunnátta í erlendum tungumálum æskileg.  Óskað er eftir að umsækjandi hefji starf, eigi síðar en 1. nóvember.

Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og skulu umsóknir sendar Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík.

Nánari upplýsingar má fá í síma 567-4810.