Héraðsfundur í Árbæjarkirkju 21. maí, fundarboð og dagskrá.

 

 

Reykjavík, 13. maí 2019.

 

Heiðraði héraðsfundarfulltrúi!

 

Með bréfi þessu er minnt á áður boðan héraðsfund Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem að þessu sinni verður haldinn í Árbæjarkirkju þriðjudaginn 21. maí nk. Fundurinn hefst kl. 17:30 og gert er ráð fyrir að honum ljúki ekki síðar en kl. 21:30.

Fundurinn hefst með helgistund í umsjá sr. Petrínar Mjallar Jóhannesdóttur en síðan taka við venjuleg aðalfundarstörf, framlagning starfsskýrslna og reikninga, afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál. Sjá nánar þar um í meðfylgjandi dagskrá fundarins.

 

Kvöldmatur verður í boði prófastsdæmisins.

 

Á héraðsfund eiga að mæta:

 

  1. a) þjónandi prestar í prófastsdæminu
  2. b) tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra
  3. c) djáknar, starfandi í prófastsdæminu
  4. d) kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins
  5. e) fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.

Í starfsreglum um héraðsfundi segir svo:

Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt. Vil ég því biðja þig að vekja athygli á fundinum í söfnuði þínum og hvetja fólk til þátttöku. Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt, tveir fulltrúar frá hverri sókn, sbr. b-lið hér að ofan, og starfandi prestar og djáknar.

 

Þess er vænst að þú sjáir þér fært að sækja fundinn.

 

Í von um góða fundarsókn og með kveðjum og blessunaróskum.

 

Virðingarfyllst,

 

 

Gísli Jónasson,

prófastur

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra

haldinn í Árbæjarkirkju 21. maí 2019 kl. 17:30

 

Dagskrá:

 

  1. Helgistund

 

  1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara

 

  1. Ársskýrsla héraðsnefndar

 

  1. Kvöldverður

 

  1. Ársreikningur Héraðssjóðs fyrir árið 2018

 

  1. Fjárhagsáætlun Héraðssjóðs fyrir árið 2019

 

  1. Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar

 

  1. Starfsskýrslur:

Starfsskýrslur og ársreikningar sókna

Ellimálaráð

Skýrsla héraðsprests

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (skýrslur þeirra eru aðgengilegar á  www.kirkjugardar.is            )

Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR)

Skýrsla prests innflytjenda

 

  1. Umræða um mál frá Kirkjuþingi, Kirkjuráði, Prestastefnu og Leikmannastefnu
  1. Skýrsla kirkjuþingsfulltrúa
  2. Skýrsla fulltrúa á Leikmannastefnu
  3. Annað

 

  1. Kosningar:
  1. Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
  2. Tveir skoðunarmenn reikninga og varamenn þeirra til tveggja ára.
  3. Fulltrúi í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára og varamaður hans.
  4. Fimm fulltrúar á Leikmannastefnu til fjögurra ára og fimm til vara.

 

  1. Önnur mál.

 

  1. Fundarslit

 

Áætlaður fundartími frá kl. 17:30 – 21:30