Fræðslukvöld í Seljakirkju

 

 

Hús Guðs

stefnumótsstaður

Krists og kirkju

 

 

Á fræðslukvöldi í Seljakirkju mun sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup fjalla um kirkjuna, umgengni í helgirýminu og við helga muni kirkjunnar.

 

Af hverju er altarið ekki eins og hvert annað borð?

Af hverju má ekki geyma lyklana í skírnarfontinum?

Hvað þýðir orðið patína?

 

Þessum og mörgum fleiri spurningum mun sr. Kristján Valur svara og dýpka skilning og auka vitund um þá blessun sem kirkjan sem heilagt rými gefur.

 

Staður: Seljakirkja

Tími:  Fimmtudagurinn 11. apríl kl. 19:30-21:00

 

Fræðslan er öllum opin og ekki er þörf á að skrá sig

Verið hjartanlega velkomin!