Héraðsfundur – Ársskýrsla ÆSKR

Ársskýrsla ÆSKR
Æskulýðssamband kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmum
Skýrsla æskulýðsráðs og framkvæmdarstjóra
ÆSKR fyrir starfsárið 2017-2018
Lögð fram á ársfundi ÆSKR í Grensáskirkju 16. apríl 2018
Ársfundur 2017 og æskulýðsráð
Ársfundur ÆSKR 2017 fór fram 24. apríl í Grensáskirkju. Kristján Ágúst Kjartansson var
fundarstjóri og Hjörtur Freyr Sæland ritari. Framkvæmdarstjóri kynnti ársskýrslu ÆSKR 2016-2017
og fór yfir hvað framundan var og kynnti fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2017-2018.
Á ársfundinum var kosið um þrjá aðalmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs í æskulýðsráð
ÆSKR. Kosningu hlutu Hjörtur Freyr Sæland, Andrea Ösp Andradóttir og Katrín Helga Ágústsdóttir.
Kosið var um tvö sæti varamanna til eins árs. Kosningu hlutu Anna Lilja Steinsdóttir og Sigurður
Óskar Óskarsson. Valið var í nefndir og gáfu kost á sér í Febrúarmótsnefnd Margrét Heba Atladóttir
og Bjarni Heiðar Jóhannesson og í árshátíðarnefnd Jens Elí Gunnarsson, Margrét Heba Atladóttir og
Elmar Gauti Eyjólfsson.
Skrifstofa og Æskulýðsráð
Kristján Ágúst Kjartansson starfar sem Æskulýðfulltrúi og framkvæmdarstjóri ÆSKR og starfar eftir
Erindisbréfi æskulýðsfulltrúa ÆSKR sem felur í sér að halda utan um daglegan rekstur sambandsins
auk þess að sjá um viðburði, námskeið og efnisgerð á vegum ÆSKR í samráði við æskulýðsráð sem
og samskipti við aðila innan og utan kirkjunnar.
Fundir æskulýðsráðs eru haldnir á u.þ.b. 3 vikna fresti og oftar í aðdraganda viðburða á vegum
ÆSKR. Andrea Ösp Andradóttir er oddamaður æskulýðsráðs og Anna Lilja Steinsdóttir tengiliður
ÆSKR við EYCE. Æskulýðsráðið starfar á jafnræðisgrundvelli og varamenn taka fullan þátt í
fundum og starfi ráðsins.
Starfsemi og helstu viðburðir
Dagskrá ÆSKR hefur undanfarin ár verið í nokkuð sambærileg milli ára og í föstum skorðum og þar
sem haldið reglufast voru haldnir tveir viðburðir í hverjum mánuði, einn fyrir unglinga og annar fyrir
leiðtoga. Stefna ÆSKR er að á dagskrá séu frekar viðburðir þar sem ávinningur er af því að séu fleiri
hópar. Starfsreglur og hefð beinir áherslunni á æskulýðsstarf unglinga. Samt sem áður var tekin sú
ákvörðun að sinna TTT starfi með viðburðum sem eru beint skipulagðir með þeim hætti að áherslan
er á eldri árgangana í því starfi í því augnamiði að byggja upp og leiða þau áfram í æskulýðsstarf.
Við skoðun á stöðu æskulýðsfulltrúa kemur skýrt fram að tími og starfshlutfall þeirra er fullnýtt og
gott betur við að sinna og skipuleggja starf í sinni heimakirkju. Ennfremur gera ráðningar
æskulýðsleiðtoga sjaldan ráð fyrir öðrum tíma en viðveru og undirbúnings vikulegra æskulýðsfunda
en ekki tími innifalinn til að sinna námskeiðum, fundum og sameiginlegu starfi. Æsulýðsleiðtogar
þurfa gjarnan að sækja slíka viðburði á eigin tíma sem er mjög óheppileg staða í starfi sem fyrir er
orkufrekt og kirkjunni ekki til sóma. Þessari stöðu þarf að breyta og myndi það styrkja mjög
æskulýðsstarfi og uppbyggingu þess.
Kirkjuþing unga fólksins (KUF):
KUF var stofnsett af Kirkjuþingi og er á ábyrgð Biskupsstofu sem samið hefur við ÆSKÞ um
framkvæmd og ráðningu verkefnastjóra. KUF er mikilvægur vettvangur fyrir unga fólkið að leggja
sitt af mörkum til að móta þá kirkju sem þau munu erfa. Saman eiga Reykjavíkurprófastsdæmin 8
fulltrúa á þinginu sem koma fram fyrir fjölmennasta hérað þingsins. Forseti KUF á sæti á almennu
bls %1 af %5
Kirkjuþingi með málfrelsi og flutningsmaður máls sem lagt er fram af KUF. Framkvæmdarstjóri sat
þingið á áhorfendabekk ásamt meðlimum úr æskulýðsráði og varaforsetum KUF fulltrúa þess til
stuðnings enda miklir hagsmunir æskulýðsstarfsins og ÆSKR að ungafólkið sé sýnilegt og rödd
þeirra heyrist vel.
Vorviðburður ÆSKR
Æskulýðsleiðtogar hittust í heimahúsi, grilluðu, skemmtu sér og gerðu upp veturinn. Mikilvægt er að
æskulýðsstarfsfólk hittist og þjappi sér saman. Við slíkt þjappar hópurinn sér saman og endurnærist
og skilar sér í starfsgleði og eldmóð.
Stofnanakynning Guðfræðideildar HÍ
Þáttur í starfsnámi guðfræðinema er svokölluð stofnanakynning þar sem nemendahópur fær
fyrirlestra og kynningu á margvíslegum þjónustusviðum Kirkjunnar. Að beiðni umsjónarfólks
starfsnámsins sáu ÆSKR og ÆSKÞ um kynningu ekki aðeins á samböndunum sjálfum heldur var
einnig reynt að gefa heildarmynd af æskulýðsstarfi Kirkjunnar. Viðbúið er að þetta verkefni sé komið
til að vera.
Haustnámskeið leiðtoga
Stefna ÆSKR er að allir leiðtogar sæki námskeiðið Verndum þau og séu með gilda vottun í
skyndihjálp. Er þetta í samræmi við stefnu Æskulýðsvettvang Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Þessi námskeið heldur ÆSKR í samstarfi við ÆSKÞ, Kjalarnessprófastsdæmi og
Biskupsstofu á haustin, annað hvert ár skyndihjálparnámskeið og hitt árið Verndum þau. Haustið
2017 var komið að skyndihjálparnámskeiði og það haldið 28. ágúst í Lindarkirkju. Námsskeiðið var
vel heppnað og góð þátttaka þar sem 26 voru skráðir. ÆSKR samdi einnig við Félag áhugafólks um
guðfræðiráðstefnur um aðgang fyrir æskulýðsfulltrúa að haustráðstefnu þeirra í tilefni þess að hún
var haldin í haustnámskeiðaviku og fyrirlesari var sérfræðingur á sviði æskulýðsmála.
Haustviðburður æskulýðsfélaga
Þann 26. september var haldinn viðburður fyrir æskulýðsfélög í Digraneskirkju. Grillaðar voru
pylsur og farið í leik að fyrirmynd Hjálparstarfsins og Breytenda sem kennir þátttakendum um
samkennd og réttlátt samfélag Kvöldinu var lokið með stuttri helgistund.
TTT viðburður
Nýlegt TTT starf ÆSKR hefur verið gríðarlega vinsælt og því var ákveðið að bæta við viðburði í
október á meðan hlé er gert á æskulýðsviðburðum vegna Landsmóts. TTT partí var haldið í
Laugarneskirkju 4. október og fór þátttakan langt framúr áætlun sem var u.þ.b. 80 manns en fjöldinn
fór yfir 100 manns.
EYCE
bls %2 af %5
ÆSKR er aðili að Ecumenical Youth Council in Europe (EYCE) og hefur haft þá venju að skipa
meðlim úr æskulýðsráði sem sérstakan tengilið. Aðalfundur EYCE var haldinn í Október á Spáni 13.
til 18. september. Tveir fulltrúar ÆSKR sóttu fundinn, Andrea Ösp Andradóttir formaður
æskulýðsráðs og tengiliður við EYCE og Kristján Ágúst Kjartansson framkvæmdarstjóri ÆSKR.
Rekstur og framkvæmd EYCE er í endurskipulagningu og því var þátttaka tveggja fulltrúa mikilvæg
og mikill hagur fyrir ÆSKR að eiga fulltrúa frá Íslandi í stjórn sem hefur áhrif við að móta
starfsemina með tilliti til þarfa íslenskra ungmenna.
Jólaball í Skautahöllinni
Jólaviðburður ÆSKR fyrir æskulýðsfélög hefur verið haldinn í Skautahöllinni í Lagardal þar sem
börn og leiðtogar skauta og eiga samfélag saman. Þetta var þriðja árið sem boðið er upp á þennan
viðburð og hefur hann verið gríðarlega vinsæll og vel sóttur. Í ár var hann haldinn 30. nóvember og
tóku þátt 113 manns.
Febrúarmót
Febrúarmót ÆSKR var haldið í Vatnaskógi helgina 16.-18. Febrúar. Að venju var dagskráin á mótinu
bæði fjölbreytt og skemmtileg, en meðal annars voru haldnar kvöldvökur, diskótek, atriðakeppni og
spurningakeppni æskulýðsfélaganna. 17. febrúar átti ÆSKR 30 ára afmæli og var haldið upp á það á
laugardeginum með afmælis- og kökuboði þar sem ungmennin sáu um að skreyta. Mótið gekk vel
þrátt fyrir erfiða færð vegna snjóþyngsla og komust rútur ekki alla leið að sumarbúðunum. Bregða
þurfti á það ráð að þátttakendur gengu síðasta kílómeterinn og farangur ferjaður í bílum. Heimför
seinkaði um 2 klst. því ein rútan festist í snjó og tók talsverðan tíma að losa hana.
TTT viðburður á vorönn
Haldin var viðburður fyrir TTT starfið 27. febrúar í Digraneskirkju. Það nýjung í starfi ÆSKR að
halda viðburði sem styrkja TTT starf á höfuðborgarsvæðinu. Við teljum það mikilvægt og sjáum
mikla eftirspurn eftir sameiginlegum viðburðum fyrir þennan aldurshóp. Á þessum vetri var haldið
þriðja TTT mót ÆSKR og annað árið sem ákveðið var að halda skemmtun fyrir þessa hópa sem
upphitun fyrir TTT mót ÆSKR í Vatnaskógi, leyfa hópunum að hittast og börnunum að prófa það að
fara út fyrir sitt hverfi með leiðtogum sínum. Viðburðunum hefur verið tekið gríðarlega vel og
þátttakan eykst milli ára og að þessu sinni voru yfir 100 þátttakendur og leiðtogar mættir. Boðið var
upp á veitingar, skemmtiatriði frá leiðtogum og börnum og dansiball. Þennan viðburð teljum við
mikilvægan undirbúning og styrkja TTT mótið og framtíðar þátttöku í unglingastarfi.
TTT mót
TTT mót ÆSKR í Vatnaskógi var haldið 16.-17. mars. Þetta var þriðja skiptið sem ÆSKR heldur
slíkt mót. Fyrsta mótinu var vel tekið og þátttaka fór fram úr væntingum. Þátttaka hefur aukist hratt
og í vetur var mótið það fjölmennasta hingað til og yfirfyllti Vatnaskóg þar sem 150 voru skráðir til
leiks. Þetta er fjölmennasta æskulýðsmót kirkjunnar á eftir Landsmóti. Þessi viðburður er enn í þróun
í takt við ört vaxandi þátttöku sem kallar á meiri og stærri umgjörð. Mótið heppnaðist gríðarlega vel,
veður gott og voru bæði börn og leiðtogar ánægðir með ferðina og staðráðin í að koma aftur næst.
bls %3 af %5
Árshátíð ÆSKR
12. apríl var árshátíðarviðburður ÆSKR, haldinn undir yfirskriftinni Ekki Árshátíð. Vilji hefur verið
fyrir því að setja á laggirnar Árshátíð æskulýðsfélaga með hefðbundnu sniði. Á meðan viðburðurinn
er að mótast og ná að festa sig í sessi var ákveðið að gera hann sem aðgengilegastan þátttakendum
og með einfaldri dagskrá með lágmarks kostnaði. Viðburðurinn tókst vel, 45-50 manns mættu,
borðuðu saman, léku og sungu.
Farskóli leiðtogaefna
Farskóli Leiðtogaefna er samstarfsverkefni ÆSKR, ÆSKÞ og fræðslusviðs Biskupsstofu. Skólastjóri
Farskólans veturinn 2017-2018 var Magnea Sverrisdóttir. Farskólinn hefur fest sig í sessi í starfi
kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar, enda metnaðarfullt og gott starf sem fer fram í skólanum.
Í skólanum eru unglingar úr æskulýðsfélögunum sem aðstoða við barna- og unglingastarfið í
söfnuðunum. Farskólinn var með breyttu sniði í vetur. Ákveðið var að prófa nýtt fyrirkomulag þar
sem öll kennsla færi fram á laugardögum í lengri samverum og ráðinn nýr kennari, Magnea
Sverrisdóttir. Þetta breytta fyrirkomulag reyndist hafa nokkra ágalla og m.a. kallaði á meiri mönnun.
Framkvæmdarstjóri og Daníel Ágúst sem situr í æskulýðsráði tóku þátt í umsjón og kennslu. Einnig
fylgdu meiri vandræði en áður með mætingu nemenda sem margir hverjir stunda helgarvinnu en
mætingarskylda er í skólann 80% Önnur nýjung var að gera starfsþjálfun á TTT móti ÆSKR
formlegan hluta af kennslu vetrarins og tókst það vel og líklegt að sá háttur verði áfram á. Til að
koma til móts við vandræði tengda mætingu var haldinn aukadagur í kennslu þar sem nemendum
gafst kostur á að ná upp mætingu sinni og vinna upp námsefni sem þau misstu af. Brottfall var hærra
en fyrri ár og 5 nemendur flosnuðu upp úr náminu vegna örðugleika við mætingu. Þrátt fyrir það
útskrifuðust 15 nemendur úr farskólanum þann 11. apríl í Grensáskirkju. Nemendur undirbjuggu
messu og útskriftarveislu. Eva Björk Valdimarsdóttir formaður ÆSKÞ og héraðsprestur Rpv þjónaði
og frú Agnes Sigurðardóttir útskrifaði nemendur. Foreldrar og gestir komu og voru viðstaddir og
mætt voru u.þ.b. 60 manns.
Samráðsfundir leiðtoga
Haldnir voru fjórir samráðsfundir leiðtoga yfir veturinn. Fundirnir voru haldnir á þriðjudags og
fimmtudagsmorgnum í Neskirkju og Grafarvogskirkju. Mæting er misjöfn en þau aukning frá fyrri
árum. Fundirnir eru mjög gagnlegir en gott væri að ennþá fleiri hefðu tök á að mæta þess vegna gott
ef prestar og söfnuðir hvetji sitt æskulýðsstarfsfólk til þátttöku og geri ráð fyrir því í starfshlutfalli
þeirra.
Starf með þroskahömluðum
ÆSKR hefur ásamt presti fatlaðra og Grensáskirkju staðið fyrir starfi með þroskahömluðum. Starfið
fer fram í Grensáskirkju annan hvern fimmtudag. Þetta er 13. veturinn sem boðið er upp á þetta starf
og hafa 30 og 45 manns hafa að jafnaði sótt samverurnar í vetur. Samverurnar hefjast með
kaffispjalli og síðan er gengið til kirkju þar sem fram fer fræðsla, söngur og bæn. Umsjón með
bls %4 af %5
starfinu hafa framkvæmdarstjóri ÆSKR, sr. Guðný Hallgrímsdóttir og Daníel Ágúst Gautason
æskulýðsfulltrúi Grensáskirkju.
Æskulýðsmessur
ÆSKR tók þátt í tilraunaverkefni að frumkvæði Eline Elnes Rabbevåg æskulýðsfulltrúa
Digraneskirkju þar sem haldnar voru æskulýðsmessur á sunnudagskvöldum sem hafa fengið
yfirskriftina M20. Æskuláðsmessunum er ætlað að höfða til fermingarbarna, þátttakendum í
æskulýðsstarfi og æskulýðsstarfsfólki. Ánægja var með hvernig tókst til og þátttaka var framar
vonum sérstaklega meðal fermingarbarna sem mættu tóku að sér hlutverk í stundinni og stimpil í
fermingarlykilinn. Ákveðið hefur verið að halda þessu starfi áfram næsta vetur þar sem ÆSKR mun
taka forystu í skipulagningu og heimsækja og sækjast eftir samstarfi við æskulýðsstarf í fleiri
kirkjum.
_________________________
Kristján Ágúst Kjartansson
Framkvæmdarstjóri ÆSKR
bls %5 af %5
Fjárhagsáætlun ÆSKR 2019
Lögð fyrir ársfund 16.apríl 2018
Leiðtoganámskeið
Leiðtoganámskeið 70.000
Leiðtogasamverur og uppbygging 90.000
Samstarf um leiðtogaþjálfun 70.000
230.000
Atburðir og fundir f. Unglinga
Árshátíð Æskulýðsfélaga 120.000
Æskulýðsstarf f. fatlaða 100.000
Febrúarmót 150.000
Viðburðir á vormisseri 80.000
Viðburðir á haustmisseri 130.000
TTT viðburðir 150.000
730.000
Fundir, ráðstefnur og erlend samskipti
Árgjald EYCE 65.000
Erlend samskipti & EYCE 220.000
Fundir nefnda og starfshópa 50.000
335.000
Ýmis kostnaður
Leiga 300.000
Skrifstofukostnaður 140.000
Búnaður og áhöld til æskulýðsviðburða 180.000
620.000
Laun og launatengd gjöld 6.500.000
SAMTALS 8.415.000
Athugasemdir frkv.stj.
Gert er ráð fyrir 2,8% hækkun milli ára til að halda í verðlagshækkun
í samræmi við verðbólguspá Seðlabankans fyrir árið 2019
————————————————
Kristján Ágúst Kjartansson
Framkvæmdarstjóri