Héraðsfundur – Skýrsla Eldriborgararáðs

ELDRIBORGARARÁÐ REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMA

BREIÐHOLTSKIRKJU V / ÞANGBAKKA

109 REYKJAVÍK.

 

 

AÐALFUNDUR  16. APRÍL 2018.

SKÝRSLA  STJÓRNAR  OG  FRAMKVÆMDASTJÓRA.

 

 

FULLTRÚAFUNDIR OG STJÓRNARFUNDIR

Á þessu starfsári hélt ER 2 fulltrúafundi, 2 ráðstefnur, 4 stjórnarfundi og 3 guðsþjónustur.

 

Fulltrúafundir, ráðstefnur og samkomur á starfsárinu voru eftirfarandi:

 

  1. september 2017. Haustguðsþjónusta ER haldin í Breiðholtskirkju.
  2. september 2017. Ráðstefnan „Öldrun og efri árin“ haldinn í samvinnu við kærleiksþjónustusvið biskupsstofu.
  3. október 2017. Fulltrúafundur: Laugarneskirkja. Guðfræðingurinn og söngvarinn Þorgils Hlynur Þorbergsson gladdi okkur með söng og gamanmáli.
  4. nóvember 2017. Jólagleði ER haldin í Grensáskirkju.
  5. janúar 2018. Áramótaguðsþjónusta ER haldin í Breiðholtskirkju.
  6. janúar 2018. Ráðstefnan „Lofsyngið Drottni“ Mikilvægi söngs í safnaðarstarfi með eldri borgurum og fólki með heilabilanir.
  7. febrúar 2018. Fulltrúafundur: Séra Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Grafarvogskirkju kenndi okkur að lifa tuðlausu lífi.
  8. mars 2018. Fjáröflunartónleikarnir GAMLINGINN haldnir í Grensáskirkju.
  9. mars 2018. Föstuguðsþjónusta ER haldin í Lindakirkju.
  10. apríl 2018. Aðalfundur Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma.

                                             

 

 

UPPSKERUHÁTÍÐ OG 35 ÁRA AFMÆLI ELDIRBORGARARÁÐS 18. MAI 2017

 

Uppskeruhátíð og afmæli Eldirborgararáðs var haldið þann 18. maí 2017 í Breiðholtskirkju að vanda. Dagskráin fór að þessu sinni öll fram í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestir okkar voru Valgerður Gísladóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri ER sem sagði okkur sögu Ellimálaráðs frá upphafi. Örn Magnússon organisti Breiðholtskirkju stjórnaði fjöldasöng og spilaði fyrir okkur ljúfa tóna. Erna Kristinsdóttir skemmti okkur með upplestri og gamanmáli. Hátíðin var vel sótt og allir skemmtu sér hið besta.

 

 

JÓLAFUNDUR STARFSFÓLKS OG SJÁLFBOÐALIÐA.

“litlu jólin“ voru haldin mánudaginn 20. nóvember kl. 18:00 – 20:30 í Grensáskirkju.

Jólagleði starfsfólks í kirkjustarfi eldri borgara var að venju haldin í Grensáskirkju og var hún vel sótt að vanda. Í upphafi var stutt helgistund sem framkvæmdastjóri annaðist. Eftir helgistundina var boðið upp á kvöldverð af hlaðborði. Skemmtikraftar jólagleðinnar í ár voru þau Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Bergrún Sóla Áskelsdóttir sem skemmtu okkur með söng og gítarspili. Einnig fengum við til okkar nokkur danspör frá dansdeild HK sem sýndu okkur glæsilega dansa. Ýmislegt var til gamans gert, lesnar jólasögur og mikið sungið.

Einnig var jólapökkum útdeilt sem þátttakendur höfðu komið með. Þetta er skemmtilegur siður sem gleður alltaf.

 

 

 

 

 

 

 

GUÐSÞJÓNUSTUR

Á liðnum árum hefur skapast sú hefð að ER. og kirkjurnar í prófastsdæmunum standi fyrir nokkrum guðsþjónustum í kirkjustarfi eldri borgara.

 

 

Haustguðsþjónusta var haldin í Breiðholtskirkju 17. september kl. 11:00.

Haustguðsþjónustan markar upphaf vetrarstarfs í kirkjustarfi eldri borgara og var hún vel sótt eins og ávallt. Svala Sigríður Thomsen djákni predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt séra Þórhalli Heimissyni og Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Kór kirkjunnar leiddi sönginn undir stjórn Arnar Magnússonar. Einsögur var í höndum Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur.

Eftir guðsþjónustuna bauð bauð Breiðholtssöfnuður upp á veitingar í safnaðarheimilinu. Góð mæting var og  fólkið mjög ánægt að hittast aftur að loknu sumarleyfi og þakklátt fyrir allt sem boðið var upp á.

 

 

Áramótaguðsþjónusta ER var haldin í Breiðholtskirkju 14. janúar kl. 11:00

Áramótaguðsþjónustan var einnig haldin í Breiðholtskirkju þetta árið. Séra Magnús Björn Björnsson predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Þórey Dögg  Jónsdóttur djákna.

Föstuguðþjónusta ER

Föstuguðsþjónustan ER var að þessu sinni haldin í Lindakirkju. Séra Dís Gylfadóttir predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt framkvæmdastjóra Er. Eftir guðsþjónustuna bauð Lindasöfnuður og ER uppá léttar veitingar.

 

Stjórn ER færir þeim sem tóku á móti okkur í þessum kirkjum og aðstoðuðu á margvíslegan hátt bestu þakkir og óskar þeim öllum blessunar.

 

 

Uppskeruhátíð ER verður haldin fimmtudaginn 3. maí Kl. 18:00 í safnaðarheimili Breiðholtskirkju.

 

 

SUMARORLOF Á LÖNGUMÝRI.

Eldriborgararáð og Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar hafa í mörg undanfarin ár haft samvinnu um orlof eldri borgara á Löngumýri og hefur það gefist vel. Sl. sumar dvöldu þar fimm 30 manna hópar, eða alls 150 manns.  Á Löngumýri er mjög góð aðstaða fyrir fólk með minnkaða hreyfigetu og er því mjög heppilegur staður fyrir eldra fólk. Aðsókn var mikil og margir fengu ekki pláss. Allir dvalargestir fóru heim hressir og kátir eftir að hafa dvalið í sveitinni í nokkra daga. Með þessari ársskýrslu fylgir sérstök skýrsla um orlofið á Löngumýri og því er ekki gerð frekari grein fyrir orlofinu hér. Sjá fylgiskjal.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjáröflun vegna orlofs.

Okkur sem að orlofinu stöndum finnst nauðsynlegt að allir geti tekið þátt, þrátt fyrir misjöfn fjárráð og því brugðum við á það ráð í sjötta skiptið, að halda tónleika til styrktar þessu málefni. Tónleikarnir voru haldnir í Gensáskirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 20:00 . Til liðs við okkur gengu eftirfarandi listamenn sem allir gáfu okkur vinnu sína: Söngkonan María Magnúsdóttir, Stórsveit öðlinga ásamt söngvurunum Hjördísi Geirs og Bjarka Guðmundssyni, ungmennakórinn Vox Populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og síðast en ekki síst Löngumýrargengið sem var að þessu sinni skipað þeim Bergrúnu Sólu Áskelsdóttur, Sigvalda Helga Gunnarssyni og Gunnari Rögnvaldssyni. Gunnar Rögnvaldsson tók að sér að vera kynnir tónleikanna ásamt framkvæmdastjóra ER. Öllu þessu frábæra listafólki ásamt öllum í Grensáskirkju færum við okkar bestu þakkir og biðjum þeim blessunar um alla framtíð. Hreinn hagnaður tónleikanna var 500.000.-

Sigurður Moritsson í Grænum markaði gaf okkur alla blómvendina sem tónilstarmennirnir fengu afhenta. Við þökkum  þeim kærlega þennan frábæra stuðning.

Reykjavíkurprófastsdæmin halda einnig áfram sínum dygga stuðningi við orlofið, og nú hefur okkur einnig borist styrkur frá Kjalarnesprófastsdæmi upp á 130.000.- Kvenfélag Kópavogs veitti okkur óumbeðið styrk upp á 200.000.- Kunnum við þeim okkar bestu þakkir.

 

 

Stjórn ER

Stjórn E.R veturinn 2017-2018 var þannig skipuð:

  • Hólmfríður Ólafsdóttir, fomaður.
  • Jón K. Guðbergsson, ritari. Afleysing: Linda Jóhannsdóttir.
  • Stefanía Baldursdóttir, gjaldkeri.
  • Bergþóra Lövdahl, meðstjórn.
  • Benedikt Vilhjálmsson, meðstjórn.

 

 

SKRIFSTOFAN

Skrifstofa ER er í Breiðholtskirkju v/ Þangbakka s. 567-4810 og er opin alla virka daga og þangað eru allir velkomnir sem vilja fá ráðleggingar eða aðstoð við öldrunarstarfið í söfnuðunum.

Framkvæmdastjóri tekur þátt í öldrunarstarfi eftir því sem óskað er og tími vinnst til og sækir einnig ráðstefnur og fundi sem að gagni koma í starfinu.

 

Með blessunaróskum,

Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

Put content here
Put content here
Copy and paste to create more