Þjónandi kirkja.

Námskeið fyrir kirkjuverði, staðarhaldara, framkvæmdarstjóra og annað starfsfólk kirkjunnar

 

Að veita framúrskarandi þjónustu Föstudaginn, 19. janúar kl. 8:30-11:00.  Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðluninni ehf. Staðsetning: Hliði, Álftanesi

Góð þjónusta er flókið fyrirbæri sem byggir á samspili margra þátta þ.m.t. skipulagi, vinnulagi, samskiptum og stjórnun. Væntingar viðskiptavina eru hluti af árangrinum ásamt því viðhorfi sem birtist í hegðun þeirra sem veita þjónustuna. Allir eru að veita þjónustu þó fáir viti hvað hún nákvæmlega er. Í þessari snörpu vinnustofur verður farið í þjónustufræðin og umræður um hvað það er sem gerir góða þjónustu.

Þjónusta í garði Guðs  Föstudaginn 16. febrúar kl. 8.30-11:00 Snjólaug Ólafsdóttir frá Andrými-ráðgjöf ehf.    Staðsetning: Breiðholtskirkja.

Hvernig getum við minnkað umhverfisspor kirkjunnar og stuðlað að samfélagslegri ábyrgð? Farið verður yfir umhverfismál heimsins og stefnur varðandi lágmörkun umhverfisáhrifa. Unnið verður í tengslum við nýsamþykkta umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar og skoðað hvar söfnuðir geta látið sig bera niður á þessum vettvangi.

Þjónusta í kirkju Krists Föstudaginn 2. febrúar kl. 8:30-11:00 Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur Staðsetning: Háteigskirkja.

Kirkjuverðir eru andlit kirkjunnar á hverjum stað og mæta fólki í margvíslegum aðstæðum, í gleði, sorg og öllu þar á milli. Við ræðum þær áskoranir sem í því felast. Hvaða kröfur eru gerðar við þjónustu í kirkjunni, í helgu rými við mismunandi athafnir kirkjunnar?

Hægt er að skrá sig á einstakar samverur og tekið er við skráningum á netfangið: eva.valdimarsdottir@gmail.com
Að námskeiðinu standa Kjalarnessprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.