Alfa námskeið hefst í Digraneskirkju 26. janúar.

Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um tilgang lífsins út frá kristnu sjónarhorni. Farið er í grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Stundum fara þátttakendur saman út úr bænum eða eyða saman laugardegi til að fá fræðslu um heilagan anda.
Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda.

Hver samvera hefst með léttum málsverði kl. 18:00. Síðan er kennt í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Að lokum er stutt helgistund. Námskeiðinu lýkur kl. 21:00.
Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna.

Árið 2013 voru haldin 87000 Alfa námskeið. Árið 2016 er áætlað að um 24 milljónir manna í 169 þjóðlöndum hafi farið á Alfa námskeiðið. Það hefur verið haldið á 112 mismunandi tungumálum og í öllum helstu kirkjudeildum í heimi.